Talið að kviknað hafi í rafmagnskassa
feykir.is
Skagafjörður
26.05.2009
kl. 08.50
Líkur benda til þess að eldsupptök í fiskeldisstöðinni á Lambanesreykjum í síðustu viku hafi verið vegna bilunar í rafmagnskassa.
Öryggissvið Neytendastofu sem fer með rafmagnsöryggismál á Íslandi auk lögreglu hafa rannsakað brunastað og samkvæmt upplýsingum þykir líklegt að rafmagn sé orsakavaldur brunans.
Von er á fulltrúum frá tryggingafélagi fyrirtækisins til að meta skemmdir á húsinu en það er mjög illa farið ef ekki ónýtt.