Talnaspekikvöld
feykir.is
Skagafjörður
01.12.2008
kl. 07.53
Í kvöld 1. des. kl. 20:00 ætlar fjöllistamaðurinn Benedikt S. Lafleur að halda talnaspekikvöld
í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þar mun Benedikt kynna bók sína um talnaspeki og að öllum líkindum bregður hann á leik með heimamönnum.
Samkvæmt dagskrá kemur leynigestur á svæðið en heyrst hefur að þeir verði tveir og þekktir fyrir kveðskap og skemmtilegheit. Ef rétt reynist mega menn eiga von á Sigurði Hansen í Kringlumýri og Jóa í Stapa og forvitnilegt gæti verið að tölugreina þá snillinga.