Talstöðvar í Tindastól

Á myndinni eru: Valdimar Pétursson, Björgunarsveit, Sigurður Bjarni Rafnsson, frá Skíðasvæðinu, Guðrún Ingólfsdóttir, Gunnar Pétursson, Guðný Guðmarsdóttir, Ólafía K. Sigurðardóttir og Kristín Br. Ármannsdóttir frá Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar.

Á aprílfundi Slysavarnadeildar Skagfirðingasveitar var fulltrúa frá Skíðasvæðinu í Tindastóli afhentar þrjár talstöðvar að gjöf frá Slysavarnadeildinni sem keyptar voru í samráði við Björgunarsveitina.

 

 

-Það er von okkar að talstövarnar nýtist sem öryggistæki á skíðasvæðinu með hindrunalausu sambandi milli starfsmanna. Einnig geta þær komið sér vel þegar samstarf er við Björgunarsveitina, svo sem á Vetrarleikum og öðrum stærri atburðum í fjallinu,segir í tilkynningu frá Slysavarnadeildinni.

Fleiri fréttir