Tendruð ljós á jólatré Skagstrendinga og jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Tónlistarskóli Austur- Húnavatnssýslu verður með þrenna jólatónleika á aðventunni og verða þeir fyrstu haldnir í dag, miðvikudag 5. desember,  í Húnavallaskóla og hefjast þeir klukkan 15:30. 

Á morgun, fimmtudag 6. desember klukkan 17:00 verða svo tónleikar í Blönduósskirkju og á mánudaginn, þann 10. desember klukkan 17:00, verða tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd.

Þá verða tendruð ljós á jólatrénu á Hnappstaðatúni á Skagaströnd í dag, 5. desember klukkan 17.00. Þar í bæ hefur því heyrst fleygt að einhverjir jólasveinar séu sloppnir til byggða og muni líta við.

Fleiri fréttir