Tendruð ljós á jólatrjám

Frá Blönduósi. Mynd: Blonduos.is
Frá Blönduósi. Mynd: Blonduos.is
Í dag klukkan 17:00 verða ljósin á jólatrénu við Blönduóskirkju tendruð en því var frestað vegna veðurs á fimmtudag. Sungin verða jólalög og nú ættu jólasveinarnir að komast til byggða.
Jólatréð kemur úr Gunnfríðarstaðaskógi, hefur vaxið þar síðan um 1964 og er 11,4 metra hátt sitkagreni. 
 
Í dag verða jólaljósin einnig tendruð á trénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þar hefst athöfn klukkan 18:00 og mun Je

nný Þórkatla Magnúsdóttir flytja hugvekju um aðventuna og börn úr grunnskólanum syngja við undirspil Pálínu Fanneyjar Skúladóttur.

 

Kakó og piparkökur verða í boði og jólasveinar koma af fjöllum og færa börnunum góðgæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir