Þæfingur og snjóþekja
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2014
kl. 09.27
Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði, í Hegranesi og á Siglufjarðarvegi. Hálka er á öðrum vegum í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu en krap eða snjóþekja á vegum í Vestur-Húnavatnssýslu. Vegurinn fyrir Skaga er ófær.
Veðurstofan spáir norðan 10-18 m/s í dag. Snjókoma um landið N-vert, en úrkomulaust að kalla S-til. Lægir í kvöld og styttir upp að mestu. Frost 0 til 8 stig. Gengur í suðaustan 15-23 á morgun, laugardagi, með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu. Hægari og þurrt N- og A-lands fram eftir degi. Hlýnandi veður á morgun, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn, hlýjast syðst.