Þakklátar konur á Skagaströnd
Á vef Skagastrandar kemur fram að konur á Skagaströnd þakka framkvæmdanefnd um Kvennafrídag 2010 fyrir frábæran baráttudag í gær. Í framkvæmdanefndinni voru Eva Gunnarsdóttir, Sigríður Gestsdóttir og Hallbjörg Jónsdóttir.
Í orðsendingu frá konunum segir; -Kvennafrídagurinn er mikilvægur í hugum okkar kvenna og erum við því afar ánægðar með að hafa fengið tækifæri til að fagna honum saman og þétta raðirnar. Bestu þakkir fyrir framtakssemina nefndarkonur. Áfram stelpur!
Gera má ráð fyrr að um fimmtíu konur hafi gengið um Skagaströnd í gær. Gangan endaði í Bjarmanesi þar sem haldinn var baráttufundur. Þar var boðið upp á kaffi og kökur. Líney Árnadóttir, framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar á Skagaströnd, hélt hvatningaræðu um jafnréttismál. Auður Herdís Sigurðardóttir, félagsmálastjóri í Austur-Húnavatnssýslu, flutti erindi um heimilisofbeldi.
Í lok fundarins stóðu konur upp og sungu Áfram stelpur.
Meðfylgjandi mynd tók Árný Sesselja Gísladóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.