Þemadagar í Árskóla

Frá dansmaraþoni

Þemadagar byrja í dag í Árskóla og standa til 27. Nóvember. Allir árgangar skólans taka þátt og verður nemendum skipt upp í aldursblandaða hópa í hvoru skólahúsi. Viðfangsefni þemadaga er að þessu sinni „Heilbrigður skóli – heilbrigð sál“.

Föstudaginn 28. nóvember munu nemendur og starfsfólk skólans ganga fylktu liði frá skóla að kirkju strax að morgni kl. 8:10 og mynda friðarkeðju að krossinum á Nöfunum, en það er orðinn árlegur viðburður í upphafi aðventu.  Að lokinni friðargöngu er öllum boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans við Freyjugötu.

Foreldrar og aðrir velunnarar eru kvattir til að fjölmenna í skólann þessa daga og einnig í friðargönguna á föstudaginn.
 Í tengslum við þemadagana verða fréttir settar á vefsíðu skólans svo foreldrar og aðrir geti fylgst með því sem er í gangi eða smellið HÉR

Fleiri fréttir