Þemadagar í Árskóla í næstu viku

Árlegir þemadagar í Árskóla verða haldnir dagana 25 - 27 nóvember en í þetta skipti er viðfangsefni þemadaga tileinkað heilsu og heilbrigðum lífsháttum.

Heilbrigður skóli - heilbrigð sál er heiti daganna og koma nemendur til með að vinna saman í aldursblönduðum hópum í hvoru skólahúsi. Eru bæjarbúar boðnir velkomnir í skólann þessa daga milli átta og hálf eitt og lofar starfsfólk að heitt verði á könnunni. Árleg friðaganga skólans verður síðan á föstudag.

Fleiri fréttir