Þemadagar og Friðarganga í vikunni

Dagana 23. - 25. nóvember verða þemadagar í Árskóla skólanum, sem ná til allra árganga Skólans. Nemendum verður skipt upp í aldursblandaða hópa í hvoru skólahúsi. Viðfangsefni þemadaga er að þessu sinni „Borgir - merkilegir staðir".

Þemadagana lýkur skóla kl. 12:00 hjá nemendum á miðstigi en kl. 12:30 á unglingastigi. Á yngsta stigi eru skólalok skv. stundatöflu.  Öll kennsla fellur niður eftir hádegi nema hjá nemendum í iðngreinum í FNV.

 Föstudaginn 26. nóvember munu nemendur og starfsfólk skólans ganga fylktu liði frá skóla að kirkju strax að morgni kl. 8:10 og mynda friðarkeðju að krossinum á Nöfunum, en það er árlegur viðburður í upphafi aðventu.  Að lokinni friðargöngu er öllum boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans við Freyjugötu. Kennslu lýkur skv. stundatöflu þennan dag hjá öllum nemendum.

Fleiri fréttir