Þjálfari óskast fyrir meistaraflokk karla

Knattspyrnudeild Tindastóls óskar á heimasíðu sinni eftir metnaðarfullum þjálfara sem er sammála hugmyndafræði stjórnar knattspyrnudeildarinnar um uppbyggingu knattspyrnunnar á Sauðárkróki.  

Tindastóll leikur í 2. deild á næsta keppnistímabili eins og því síðasta. Liðið er byggt upp á stórum öflugum hópi heimamanna sem er samstíga í þeim verkefnum sem framundan eru og hefur að undanförnu sýnt hvers hann er megnugur.

Knattspyrnudeildin rekur öflugt unglingastarf og sendir lið til keppni í nær öllum flokkum.  Undanfarin ár hefur félagið einnig sent m.fl. kvenna til þátttöku í mótum KSÍ.   Yfir 20 efnilegir einstaklingar eru í æfingahópi 2. flokks karla en stór hópur þeirra lék til úrslita um Íslandsmeistaratitil í 3. fl. sl. sumar og sigraði síðan í VISA bikarnum.  Framundan eru bjartir og spennandi tímar hjá félaginu og þeim einstaklingi sem við leitum að.

Íþróttasvæðið á Sauðárkróki er glæsilegt, með frábærum keppnisvelli og tveimur stórum æfingavöllum.   Íþróttahús er við suðurenda svæðisins og sundlaug við norðurenda þess. 

Umsóknir um starfið sendist á formann knattspyrnudeildar Tindastóls, Róbert Óttarsson; robertottars@gmail.com

Fleiri fréttir