Þórdísarganga á laugardag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.08.2010
kl. 08.48
Spákonuarfur á Skagaströnd efnir til Þórdísargöngu á Spákonufell laugardaginn 14. ágúst kl. 10:00 Gangan er tileinkuð Þórdísi spákonu. Lagt verður af stað frá golfvellinum á Skagaströnd.
Að lokinni göngu verður boðið upp á veitingar sem eru innifaldar í verði. Fararstjóri í göngunni er Ólafur Bernódusson og mun hann fræða þátttakendur um Þórdísi spákonu og vísa á staði sem tengjast sögu hennar og afrekum.
Þátttökugjald er 2.500.-kr en frítt er fyrir 14 ára og yngri.
Upplýsingar í síma 861-5089
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.