Þörf á frekari endurskoðun rekstrarútgjalda
feykir.is
Skagafjörður
26.11.2010
kl. 08.45
Á fundi byggðaráðs Svf, Skagafjarðar í gær voru lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Byggðarráð ákvað að leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn fjárhagsáætlun í samræmi við áður úthlutaðan fjárhagsramma.
Ljóst er þó að tekjuliðir fjárhagsrammans muni ekki standast og er þörf á frekari endurskoðun rekstrarútgjalda af hálfu nefnda og mun byggðarráð óska eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næsta fund byggðarráðs til að ræða allar leiðir til hagræðingar í rekstri.