Þorgerður Anna ráðin leikskólastjóri Barnabóls
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.08.2014
kl. 08.56
Í fundargerð sveitarfélagsins Skagastrandar frá 13. ágúst sl. kemur fram að Þorgerður Anna Arnardóttir, starfsmaður Hjallastefnunnar, hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Barnaból á Skagaströnd.
Í fundargerðinni kemur fram að ráðning Þorgerðar sé hluti af samkomulagi milli sveitarfélagsins og Hjallastefnunnar. Hlutverk hennar auk almennra stjórnunarstarfa leikskólastjóra verði að innleiða Hjallastefnu í leikskólanum.