Þorláksmessutónleikar í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
18.12.2014
kl. 12.36
Á Þorláksmessu verða jólatónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem tónlistarfólk úr Húnaþingi vestra spilar og syngur inn jólin. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri flytur inngangsorð og kynnir tónleikanna.
Aðgangur fyrir fullorðna er 2.000 kr., 1.000 kr. fyrir grunnskólabörn en frítt fyrir börn undir grunnskólaaldri. Í tilkynningu um tónleikana kemur fram að ekki verður posi á staðnum.