Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar SSNV

Á myndinni má sjá nýja stjórn SSNV, þau Stefán Vagn, Þorleif Karl, Sigurlaugu Vordísi varamann Álfhildar Leifsdóttur sem var fjarverandi, Ragnhildi og Valdimar O. Mynd af heimasíðu SSNV.
Á myndinni má sjá nýja stjórn SSNV, þau Stefán Vagn, Þorleif Karl, Sigurlaugu Vordísi varamann Álfhildar Leifsdóttur sem var fjarverandi, Ragnhildi og Valdimar O. Mynd af heimasíðu SSNV.

Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa: Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi.

Varamenn eru: Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Húnaþingi vestra; Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Gunnsteinn Björnsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð og Halldór G. Ólafsson, Sveitarfélaginu Skagaströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir