Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar SSNV

Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa: Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi.
Varamenn eru: Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Húnaþingi vestra; Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Gunnsteinn Björnsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð og Halldór G. Ólafsson, Sveitarfélaginu Skagaströnd.