Þorrablótin nálgast

Um það leyti sem landinn er að jafna sig eftir jólahátíðina eru menn farnir að undirbúa þorrablót vítt og breitt um landið. Þorranefndir eru farnar að hittast og víða eiga þorrablótin sínar föstu dagsetningar á þorranum.

Feyki hafa borist upplýsingar um tvö þorrablót í Austur-Húnavatnssýslu. Þorrablót kvenfélagsins Vöku verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 24. Janúar. Þorrablót Bólhlíðinga og Svínvetninga verður haldið í Húnaveri viku seinna, eða laugardaginn 31. Janúar.

Feykir hvetur lesendur til að senda upplýsingar um þorrablót á netfangið feykir@feykir.is og einnig væri gaman að fá myndir frá blótunum, til birtingar á netinu eða í blaðinu. Þær má senda á sama netfang.

Fleiri fréttir