Þórsarar mæta í Síkið í kvöld

Fyrir Tindastól! MYND: DAVÍÐ MÁR
Fyrir Tindastól! MYND: DAVÍÐ MÁR

Það er körfuboltaleikur í kvöld í Síkinu en þá mæta kappar úr Þorlákshöfn til leiks gegn liði Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:15 en svangir geta mætt svolítið fyrr og smellt á sig djúsí hammara. Stólarnir þurfa að koma sér í gírinn á ný eftir móralskan skell í Hafnarfirði og þá er ekkert mikilvægara en kröftugur stuðningur í Síkinu.

Það munu allir vera klárir í slaginn og reikna má með fjögurugum leik líkt og jafnan gegn Þórsurum. Þeir sitja reyndar á botni Subway-deildarinnar en hafa verið að styrkja sig og eru því sýnd veiði en ekki gefin. Lið Stólanna er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með átta stig að loknum átta leikjum en það verður varla sagt að heppnin hafi elt liðið hingað til í vetur; meiðsli, veikindi og skiptingar verið að stríða liðinu.

Nú er bara að setja hausinn undir sig og klára fyrri umferðina með stæl. Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir