Þrennt skipað í samstarfsnefnd í Húnavatnshreppi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur skipað þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.

Í fundargerð sveitarstjórnarinnar, frá 27. september, segir að stefnt skuli að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember næstkomandi með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í desember og að kjördagur verði í janúar 2022. Samstarfsnefndinni er ennfremur falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma

„Tillaga þessi var lögð fram í kjölfar niðurstöðu skoðanakönnunar sem lögð var fyrir íbúa Húnavatnshrepps þar sem um 65% íbúa lýstu sig fylgjandi sameiningarviðræðum við Blönduósbæ,“ segir í fundargerðinni og voru Jón Gíslason, oddviti, Ragnhildur Haraldsdóttir og Þóra Sverrisdóttir skipuð til setu sem aðalmenn fyrir hönd Húnavatnshrepps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir