Þriðji ísbjörninn heim
Guðmundur sveitarstjóri sagði í gær þegar tekið var á móti ísbirninum uppstoppaða að honum hafði verið sendur þriðji ísbjörninn sem draumspaki skagfirðingurinn spáði að myndi taka land í kjölfar hinna tveggja sem við þekkjum.
Ísbjörninn þriðji var ekki felldur, heldur keyptur í búð af austfirðingi sem sendi Guðmundi gripinn sem þakkaði fyrir sig og taldi þá að allir birnirnir þrír væru komnir sem von var á.
Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss sagði frá því þegar honum bárust fréttirnar af hvítabirni á Þverárfjalli svo á Hrauni og hvernig hann náði tali af umhverfisráðherra sem staddur var við vettvanginn við Hraun.
Valgarður hafði hug á því að biðja ráðherrann um að fá seinni björninn á Hafíssetrið á Blönduósi en var ekki með gsm-númerið hjá honum. Datt honum þá í hug að hringja í Viggó Jónsson sem var staddur á staðnum. Valgarður spurði hvort hann teldi einhverja möguleika á því að ná sambandi við Þórunni ráðherra. Hún stendur hérna við hliðina á mér sagði Viggó og rétti henni símann og málin voru afgreidd. Ísbjörn í Hafíssetrið!