Þrumur og eldingar í Skagafirði

Ferðalangar á vegum Ferðafélags Íslands sem hafa í svokallaðri árbókarferð um Skagafjörð í dag og í gær hafa svo sannarlega fengið að kynnast öllum veðrabrigðum. Þegar hópurinn var staddur á Kjálka í Skagafirði á fjórða tímanum í gær heyrðust miklar þrumur en ekki sáust eldingar í kjölfarið þar.

Hópurinn varð hins vegar var við miklar eldglæringar á leið sinni frá Sauðárkróki að Löngumýri á sjöunda tímanum. Gerði þá einnig hellidembu og var raunar engu líkara en að um haglél væri að ræða.

Fleiri fréttir