Þurfti Oddný Harðardóttir að létta á sér?

Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslyndaflokksins er afar undrandi á vinnubrögðum fjárlaganefndar Alþingis en í morgun fór nefndin yfir álitsgerð Daggar Pálsdóttur um skerðingu á réttindum sjúklinga vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Í aðsendri grein hér á Feyki segir Sigurjón að honum hafi hlotnast sá heiður að fá að fylgjast með fundinum  í gegnum fjarfundarbúnað þar sem Dögg fór yfir greinargerð sína og Bjarni Jónsson forseti sveitarstjórnar gerði nefndarmönnum grein fyrir afdrifaríkum afleiðingum niðurskurðarins fyrir samfélögin og stofnanir.

Sigurjón segir einnig frá því að Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar hafi sett á mikil ræðuhöld um  sinn gamla heimabæ Ólafsfjörð og heimspekilegar og djúpar vangaveltur um það hvort að það hafi verið brotin á sér mannréttindi sem barni, þar sem aðgangur að sjúkrahúsum hafi verið takmarkaðri þar en t.d. á Akureyri. 

Sigurjón er undrandi á viðbrögðum formanns fjárlaganefndar, Oddnýju G. Harðardóttur sem sagði að nánast enginn tími væri til þess fyrir gesti fundarins að svara spurningum og heimspekilegum ræðum þingmanna og fannst Sigurjóni engu líkara en hún væri í miklum spreng og yrði að komast sem fyrst út af fundi til að létta á sér.

Grein Sigurjóns er hægt að nálgast HÉR

Fleiri fréttir