Þuríður Harpa maður ársins á Norðurlandi vestra 2009
Lesendur Feykis og Feykis.is hafa valið Þuríði Hörpu Sigurðardóttur mann ársins á Norðurlandi vestra árið 2009. Í öðru sæti í kjörinu var Bjarna Haraldsson verslunarmaður á Sauðárkróki og í því þriðja var Heiða Björk Jóhannsdóttir, sjósundkona á Sauðárkróki.
Viðtal er við Þuríði í Feyki sem kemur út í dag svo og viðtöl við Bjarna Jónasson íþróttamann UMSS og Helgu Margréti Þorsteinsdóttur íþróttamann USVH.