Þyngsti tuddinn frá Hamri

 

Hann var engin smásmíði þessi og líklega sá þyngst sem felldur hefur verið hingað til. Afurðirnar hafa þegar verið seldar en kaupandinn kom sér ferð til þess að skoða gripinn á fæti.

Í dag var felldur á Sláturhúsi KS á Sauðárkróki þyngsti nautgripur sem lagður hefur verið þar inn til þessa. Var hann alinn upp á Hamri í Hegranesi og vóg hann nýslátraður 569,6 kg.

Að sögn Sævars Einarssonar bónda telur hann að tuddinn sé sá þyngsti á landinu sem lagður hefur verið inn til slátrunar. Annar nautgripur sem Sævar lagði inn í dag reyndist í þyngra lagi líka en sá mældist 516 kg. Gerir þá innlegg dagsins samtals 1 tonn og 85 kg.

Sævar sagðist eiga um 14 holdakýr í fjósi og má því búast við viðlíka innlögnum í framtíðinni.

Fleiri fréttir