Þytur leitar að myndum
Hestamannafélagið Þytur í V-Hún. ætlar að gefa út dagatal fyrir árið 2009. Af því tilefni leitar félagið að fallegum myndum hjá fólki.
Þeir sem eiga myndir sem kunna að prýða dagatalið er bent á að senda þær á sigeva74@visir.is eða á kolbruni@simnet.is fyrir mánudaginn 27. okt. nk. Myndirnar þurfa að vera í góðri upplausn svo hægt sé að nota þær.