Þytur vill efla nýliðun í hestamennsku

Hestamannafélagið Þytur vill leggja sitt af mörkum til að auka nýliðun  í hestamennsku. Á síðasta fundi félagsins urðu miklar umræður hvernig það væri sem best gert. Ein hugmyndin var sú að félagsmenn myndu „ættleiða hestabarn,“ það er að segja veita aðgang að hrossi, aðstöðu og aðstoða þau börn og unglinga sem hafa áhuga en vantar tækifæri til að stunda útreiðar.

Félagið leitar því til félagsmanna sem eiga þæga og trausta hesta og eru tilbúnir að ala upp unga knapa. Hlutverk hestamannafélagins yrði að vera tengiliður og milligönguaðili. Á heimasíðu félagsins kemur fram að hugmyndinni hafi verið vel tekið og þegar hafi tveir félagsmenn gefið kost á sér.

Er áhugasömum bent á að hafa samband við Kollu á netfangið kolbrunindrida@gmail.com eða í síma 863-7786. Eins er foreldrum barna sem langar að stunda hestamennsku en hafa ekki aðgang að hesti mega einnig endilega hafa samband við Kollu eða einhvern í stjórn Þyts.

Fleiri fréttir