Tilboð í stækkun á starfsmannahúsnæði fyrir KS

Verkfræðistofan Verkís á Sauðárkróki bauð nýverið út verk fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, stækkun á Aðalgötu 16B, sem er verið að breyta í starfsmannahúsnæði. Um er að ræða stækkun til norðurs og uppsteypt stigahús við suðurgafl. Tilboð voru opnuð hjá Verkís þann 17. nóvember og bárust þrjú tilboð.

Tilboðsgjafar og upphæðir:
K-Tak ehf., kr. 61.341.734.-
Friðrik Jónsson ehf., kr. 36.453.086.-
Uppsteypa ehf., kr. 69.859.625.-

Þann 20. nóvember barst tölvubréf frá Friðriki Jónsson ehf. þar sem fyrirtækið tilkynnir að það falli frá tilboði sínu í verkið. Ragnar Bjarnason hjá Verkís gerir fastlega ráð fyrir að verkfræðistofan muni leggja til við verkkaupa, Kaupfélag Skagfirðinga, að gengið verði til samninga við K-Tak ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, þar sem Friðrik Jónsson ehf. er var með hagstæðast tilboðið hefur dregið sitt tilboð til baka.
/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir