Tilboð opnuð í jarðvinnslu vegna nýbyggingar Byggðastofnunar
Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.
Á vef Byggðastofnunar segir að nýlega hafi tilboð í jarðvinnu vegna byggingarinnar verið opnuð.
Tilboð við opnun voru eftirfarandi:
Nr. |
Bjóðandi |
Tilboð við opnun |
1. |
Vinnuvélar Símonar ehf. |
kr. 11.876.400.- |
2. |
Karína ehf. |
kr. 12.730.650.- |
3. |
Þórður Hansen ehf. |
kr. 16.539.275.- |
4. |
Víðimelsbræður ehf. |
kr. 17.819.050.- |
Fleiri tilboð bárust ekki og eru tilboðin nú í yfirferð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.