Tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp

Frá Vatnsnesi. Mynd:FE
Frá Vatnsnesi. Mynd:FE

Nýlega voru tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp. Tíu aðilar sóttu útboðsgögn og skiluðu sjö inn tilboðum. Á fundi veituráðs Húnaþings vestra þann 17. september sl. var lagt til að gengið verði til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. á Sauðárkróki sem áttu lægsta tilboð í bæði verkin. 

Tilboð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes vestur. Um er að ræða plægingu á 33,6 km af ljósleiðarastrengjum og tengingum við um 19 hús. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 32.319.000.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Gunnlaugur Agnar Sigurðsson                          36.308.992       112,3%
Íslandsgámar ehf. Akranesi                               49.492.910       153,1%
Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Kópaskeri       43.682.658       135,2%
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki               28.177.075         87,2%
Jón Ingileifsson ehf. Svínavatni                         40.068.800       124,0%
Steypustöð Skagafjarðar ehf. Sauðárkróki     40.070.750       124,0%
Austfirskir verktakar hf. Egilsstöðum               36.255.750       112,2% 

Tilboð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes austur – Vesturhóp. Um er að ræða plægingu á 32,9 km af ljósleiðarastrengjum og tengingum við um 16 hús. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 26.136.000.

Eftirfarandi tilboð bárust: 

Gunnlaugur Agnar Sigurðsson                         24.244.044         92,8%
Íslandsgámar ehf. Akranesi                              37.013.424      141,6%
Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Kópaskeri     32.520.232       124,4%
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki             23.206.600          88,8%
Jón Ingileifsson ehf. Svínavatni                      30.635.520        153,3%
Steypustöð Skagafjarðar ehf. Sauðárkróki   31.033.600        118,7%
Austfirskir verktakar hf. Egilsstöðum             25.908.800          99,1%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir