Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi vestra
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					19.03.2024			
	
		kl. 15.31	
			
	
	
	Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að búið sé að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna ófærðar og óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð fyrr en í fyrramálið, miðvikudaginn 20. mars. Vegurinn um Laxárdalsheiði er fær en tvísynt er um færð yfir Bröttubrekku. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með á vefjum Vegagerðarinnar.
 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
