Tillögur starfshóps um eflingu Háskólans á Hólum kynntar
Starfshópur um eflingu Háskólans á Hólum hefur lokið störfum og tillögur hans hafa verið til umfjöllnar hjá stjórnvöldum. Fimmtudaginn 16. október var fundur meðal starfsfólks skólans þar sem fulltrúar menntamálaráðuneytisins fóru yfir og útskýrðu tillögur nefndarinnar.
Í stuttu máli snúast tillögurnar um eftirfarandi:
Að skólanum verði breytt í sjálfseignastofnun
Skólinn fái aukin framlög á fjárlögum og fjárhagsleg staða skólans verði löguð
Skólinn geri 3-5 ára samning um fjárhagsleg rekstarframlög frá menntamálaráðuneytinu, sem og öðrum ráðuneytum eins og viðeigandi er
Rekstur skóla og staðar verði aðskilinn og skólinn geri samning við ríkið um afnot af landi og fasteignum.