Tindastóll 2 - KA 0
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.01.2009
kl. 08.43
Á sunnudagskvöld lék Tindastóll sinn fyrsta leik í Soccerade mótinu sem fram fer í Boganum á Akureyri. Tindastóll lagði andstæðinga sína KA2, 2 – 0.
Í heild var leikurinn góður. Leikmenn stóðu sig vel, spiluðu einfalt og voru jákvæðir. Lítið reyndi á markverði okkar og vörnin stóð sig mjög vel og spilaði boltanum vel á milli sín. Miðjan var mjög góð og mikill kraftur í okkar mönnum. Allir miðjumennirnir voru til fyrirmyndar. Kantmennirnir áttu góðan leik og Fannar Freyr kom gríðarlega sterkur inn.
Frekari lýsinguá leiknum er hægt að lesa á Tindastóll.is