Tindastóll á Samkaupsmót

Áfram Tindastóll

Krakkarnir í minnibolta yngri eða í 3. og 4. bekk, ætla að taka þátt í Samkaupsmótinu í körfubolta um helgina, en það er haldið nú í 19. sinn í Reykjanesbæ.

Alls verða það um 10 leikmenn sem fara ásamt þjálfara sínum Hrafnhildi Sonju Kristjánsdóttur og foreldrum til þátttöku í þessu skemmtilega móti. Um kynjablandað lið verður að ræða.

Eins og leikjadrögin líta út núna, verður fyrsti leikurinn í fyrramálið gegn KR8 kl. 9.30, kl. 10.00 Við Njarðvík11 og kl. 11.30 verður spilað við Keflavík16. Kl. 16 á sunnudag verður svo bíóferð hjá okkar krökkum og kvöldmatur og kvöldvaka undir lok dags.

Á sunnudaginn eru tveir leikir, kl. 10 við Grindavík4 og kl. 12.30 við Fjölni8.

Allir leikir liðsins verða í Heiðarskóla.

Verðlaunaafhendingin og mótsslit verða svo kl. 14.00.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir