Tindastóll fær liðsstyrk í fótboltanum
Sævar Péturs sem nýlega var ráðinn sem íþróttafulltrúi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði hefur gengið í raðir Tindastóls í fótboltanum. Sævar Pétursson er fæddur 1974 og á að baki langan knattspyrnuferil.
Hann spilaði marga leiki í efstu deild og lék með liðum eins og Breiðablik, Val og Fram svo eitthvað sé nefnt. Hann lék einnig í Nýja Sjálandi um tíma. Það er ljóst að Tindastóll fær þarna mikinn liðstyrk í boltanum í sumar.