Tindastóll Greifamótsmeistari
Meistaraflokkslið Tindastóls í körfubolta vann báða leiki sína á Greifamótinu á laugardag gegn Skagamönnum og Hetti Egilsstöðum og unnu þar með mótið örugglega. Á föstudag lögðu strákarnir lið Þórs frá Akureyri.
Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn gegn Skagamönnum hafi verið Stólunum léttur og auðveldur sigur vannst 115-52. Í lokaleiknum gegn Hetti frá Egilsstöðum var annað uppi á teningnum en Hattarar áttu enn möguleika á sigri í mótinu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Þórsurum fyrr um daginn. Eftir jafnan fyrir hálfleik, þar sem staðan var 43-40 fyrir Tindastól í hálfleik, tóku Stólarnir leikinn í sínar hendur í þeim seinni og lönduðu öruggum sigri 98-71.
„Bárður Eyþórsson þjálfari var ánægður með margt í leik liðsins um helgina, en kanarnir eru ekki ennþá komnir og mun liðið því eiga eftir að styrkjast og breytast með tilkomu þeirra. Vonir standa til að þeir komi í vikunni,“ segir á Tindastóll.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.