Tindastóll - Hamar Í kvöld
Tindastóll tekur á móti Hamarsmönnum í Lengjubikarnum í kvöld fimmtudag og hefst leikurinn kl. 19.15. Sigurvegarinn leikur síðan gegn Keflavík á útivelli í 8-liða úrslitum um næstu helgi.
Bikarkeppni þessi, sem undanfarin á hefur heitrið Powerade-bikarinn, kemur til með að heita Lengjubikarinn næstu þrjú árin. Þetta er opinber keppni á vegum KKÍ, sem leikin er á undirbúningstímabili í aðdraganda Íslandsmótsins sem hefst 7. október.
Án efa verður um hörkuleik að ræða og mikilvægt fyrir Borce og strákana að sigra og komast þannig áfram í keppninni og fá fleiri leiki út úr henni.
Þeir sem börðu leik Tindastóls og Þórs augum í gærkvöldi sáu að miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls og má segja að ný kynslóð leikmanna sé farin að stíga á sviðið. Svavar Atli hefur lagt skóna á hilluna og Axel farin til náms í Kaupmannahöfn, auk þess sem liðið hefur misst þá Sigmar Loga, Sveinbjörn og Sigurð Gunnar og þá eru ótaldir þeir erlendu leikmenn sem voru hjá liðinu á siðasta tímabili. Ungir og upprennandi leikmenn koma nú til með að spila stærra hlutverk og áformað er að þrír erlendir leikmenn spili með liðinu í vetur.
Leikurinn hefst á gamla góða tímanum kl. 19.15 en fyrir þá sem ekki komast á leikinn má benda á að hann verður í beinni tölfræðilýsingu í gegn um heimasíðu KKÍ.
Þess má geta að allir iðkendur körfuknattleiksdeildar fá frítt inn á leiki meistaraflokks í vetur.
/Tindastíll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.