Tindastóll í höllina. Feykir-TV
Þann 5. febrúar áttust við lið Tindastóls og KR í undanúrslitum Powerade bikarsins í Síkinu. Eins og ÓAB sagði í lýsingu sinni á leiknum hér á Feyki voru Stólarnir oftar en ekki skrefinu á undan Vesturbæingum í hreint geggjuðum körfuboltaleik sem var spilaður á fullu tempói frá fyrstu til síðustu mínútu, leikmenn voru á stóru tánum og áhorfendur stóðu á öndinni. Tindastóll var 3 stigum yfir í leikhléi, 45-42, og þegar upp var staðið munaði enn þremur stigum, lokatölur 89-86. Lið Tindastóls komst með sigrinum í úrslitaleikinn þar sem það mætir reynsluboltunum úr Keflavík.
http://www.youtube.com/watch?v=g3aXtJ2kifI