Tindastóll lagði Stjörnuna í kvöld
Tindastóll lagði Stjörnumenn að velli fyrr í kvöld með einu stigi, 88-89. Rikki Hreins hamraði þrist ofan í þegar 3.2 sekúndur voru eftir og Stjörnumenn misstu boltann og náðu ekki að koma skoti á körfuna.
Á Tndastóll.is segir að okkar menn hafi byrjað leikinn vel og komist í 2-8, en þá hrukku Stjörnumenn í gang og komust í 21-10, skoruðu 19-2 á næstu mínútum á eftir. Tindastólsliðið hresstist þegar leið að lokum leikhlutans og staðan 25-20 fyrir heimamenn.
Annar leikhlutinn var jafn og unnu okkar menn þann leikhluta með einu stigi 21-22 og staðan 46-42 fyrir Stjörnuna. Í hálfleik var Sean kominn með 11 stig, Kiki 10, Hayward 7, Helgi Freyr 6, Helgi Rafn 4 og þeir Rikki og Hreinsi með 2 stig hvor.
Í þriðja leikhluta náði Stjarnan mest 7 stiga mun 53-46 en í lok leikhlutans gerðist það langþráða að Rikki smellti þristi og kom okkar mönnum yfir 64-66. Adam var þó ekki lengi í paradís því Stjörnumenn náðu frumkvæðinu aftur í upphafi síðasta leikhluta. Þegar 6 mínútur lifðu leiks fékk Kiki sína fimmtu villu og þurfti að hverfa af vettvangi. Staðan var þá 75-70. Strákarnir komust síðan inn í leikinn aftur og eins og áður segir og til að dvelja ekki frekar við þetta, vann Tindastóll 88-89 eftir þriggja stiga körfu frá Rikka. Helgi Rafn fór einnig útaf með fimm villur þegar nokkuð lifið leiks og okkar menn því veikir undir körfunni það sem eftir lifið leiks. Frábær sigur staðreynd og okkar menn greinilega að hressast verulega þessa dagana.
Sean var stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann sendi 8 stoðsendingar. Rikki vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik og kláraði leikinn með 17 stig, Kiki var með 15, Hayward með 14 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Helgi Freyr var með 9 stig og Hreinsi 5.
Tölfræðina má nálgast HÉR.
Næsti leikur Tindastóls er á sunnudagskvöldið þegar Hamarsmenn koma í heimsókn. Verður leikurinn jafnframt fyrsti heimaleikur Hayward Fain en strákurinn skilaði flottum tölum eftir að hafa komið beint úr Ameríkufluginu.
Nú er full ástæða til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að koma og hvetja strákana til síns annars sigurs í röð.
Þess má geta á á leiknum munu krakkar úr FNV verða með skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik munu Ólafshús og Skagfirðingabúð etja kappi í fyrirtækjaleiknum.
/Tindastóll.is