Tindastóll leikur í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins

Körfuknattleikslið Tindastóls í karlaflokki leikur í kvöld í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar, en keppnin sú er einskonar uppitun fyrir Íslandsmótið sem hefst innan tíðar.

Tindastóll sigraði Skallagrím næsta örugglega í Borgarnesi á dögunum 86-61 í 16-liða úrslitunum og mætir Snæfelli í kvöld í Stykkishólmi. Staða liðanna á síðasta keppnistímabili ræður því hver fær heimaleiki í þessari keppni og voru bæði Skallagrímur og Snæfell ofar í töflunni en Tindastóll á síðasta tímabili.

Sigri Tindastóll í kvöld, spila þeir í undanúrslitum á föstudaginn.

Fleiri fréttir