Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld klukkan 19:15. Búist er við hörkuleik enda skilja aðeins tvö stig liðin að í töflunni. Þróttur situr í fjórða sætinu með tíu stig og Tindastóll er í því sjötta með átta stig. 

Það er stutt á milli liða í deildinni og með sigri geta stelpurnar í Tindastól komið sér í þriðja sæti deildarinnar, vissulega að því gefnu að Stjarnan tapi sínum leik í þessari umferð og sömuleiðis Þór/KA.

En það má láta sig dreyma! Og ef fleiri langar til að láta sig dreyma, þá er best að gera það á vellinum í kvöld og hvetjum við því alla til að mæta og styðja stelpurnar okkar til sigurs, þriðja sigurleikinn í deildinni í röð!

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir