Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Helgi Rafn fyrirliði steig fyrstu út úr rútunni með bikarinn í fanginu. Pétur fylgdi á eftir og svo birtust þeir hver af öðrum. MYNDIR: ÓAB
Helgi Rafn fyrirliði steig fyrstu út úr rútunni með bikarinn í fanginu. Pétur fylgdi á eftir og svo birtust þeir hver af öðrum. MYNDIR: ÓAB

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.

Um leið og Helgi Rafn og félagar stigu út úr rútunni braust sólin í gegn og liðið því baðað í besta sviðsljósinu.

Í kvöld er uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar í Miðgarði og liðið því komið í sparidressið. Á morgun mætir liðið síðan á atvinnulífssýninguna í íþróttahúsinu og fólki gefst væntanlega færi á að óska þeim til hamingju og fá mynd af sér og bikarnum góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir