Tískustúlkan 2008 - Guðrún Sif Gísladóttir

Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu 10 daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10. eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar. 

Guðrún Sif Gísladóttir er 18 ára Sauðárkróksmær dóttir Gísla Rúnars Konráðssonar, grunnskólakennara, og Bjargfríðar Hjartardóttur, leikskólakennara. Guðrún er nemi á þriðja ári félagsfræði félagfræði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og stefnir á að útskrifast þaðan jólin 2009. Hvað framtíðaráform snertir eru allt opið og óákveðið enda segist Guðrún Sif enn vera á þeim aldri að framtíðaráformin breytist í hverri viku.

Áhugamál Guðrúnar Sifjar eru að skemmta sér í góðra vina hópi, fótbolti og síðan stjórnmál. Hið síðast nefnda eitthvað sem er harla óvenjulegt hjá 18 ára stelpu. –Ég er í stjórn félags ungra Framsóknarmanna á Sauðárkróki. Ætli megi ekki segja að ég sé alin upp í stjórnmálaáhuga en öll mín ætt er á kafi í þessu og einhvern veginn leiddist ég út í þetta líka, útskýrir Guðrún Sif hlægjandi.
Stefnir þú á frama í stjórnmálum? –Nei, það held ég ekki, ætli þau verði ekki bara áhugamáli.
Af hverju tískustúlkan? –Mér var boðið að taka þátt og ákvað að slá til og prófa þetta.

Fleiri fréttir