Tískustúlkan : Fjóla Dögg

Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu  daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.

Fjóla Dögg Björnsdóttir er tvítugur Skagstrendingur dóttir Kristínar Birnu Guðmundsdóttur, kryddgerðarkonu, og Björns Viðars Hannessonar, málmiðnaðarmanns og Jóns Heiðars Jónssonar, sjómanns.

Fjóla Dögg er nemandi á fjórða ári félagsfræðibrautar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra auk þess sem hún steikir hamborgara ofan í Sauðárkróksbúa á Shell.

Framtíðaráform Fjólu eru að klára stúdentinn um jólin 2009 og eftir það hefur hún tekið stefnuna á Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hún hyggst læra hárgreiðslu. –Frænka mín er hárgreiðslukona og var dugleg að greiða mér og dúlla við mig þegar ég var lítil og þar má segja að áhuginn hafi kviknað, segir Fjóla Dögg.

          

Fleiri fréttir