Tískustúlkan : Júlíana Alda
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Júlíana Alda Óskarsdóttir er 20 ára Sauðárkróksmær dóttir hjónanna Óskars Stefáns Óskarssonar, heitins, fyrrverandi slökkviliðsstjóra og Olgu Alexandersdóttur, húsmóður á Sauðárkróki.
Júlíana Alda er vaktstjóri á N1 á Sauðárkróki og samhliða vinnunni ætlar hún að sækja fullt nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í félagsfræði. Framtíðin segir Júlíana að sé óskrifað blað, því möguleikarnir séu svo ótal margir. –Ég gæti hugsað mér hárgreiðslu, fatahönnun eða eitthvað því líkt, segir Júlíana Alda.