Tískustúlkan : Margrét Alda
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Margrét Alda Magnúsdóttir er 18 ára stúlka sem nýflutt er á Krókinn. Móðir hennar er kölluð Gógó og vinnur á Furukoti og fósturpabbi hennar heitir Pétur og er varðstjóri hjá Lögreglunni á Sauðárkróki.
Þau fluttu nýlega frá Flateyri en Margrét var í skóla á Akranesi og kom hingað í byrjun apríl. Á Akranesi nam hún félagsfræði í Fjölbrautaskóla Vesturlands.