Töfrakonur vilja sögu frá þér
Töfrakonur eiga sér hann draum að fyrir næstu jól komi út smásagnasafn þar sem höfundar eiga það sameiginlegt að inn í söguna fléttast staðhættir, atburðir eða fólk í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Höfundar hafa að öðru leyti frelsi með efnisval og lengd en æskilegt er þó að halda lengdinni innan eðlilegra marka.
-Töfrakonur skora á ykkur að setjast niður og skrifa smásögur og senda okkur, helst sem fyrst. Síðan kemur í ljós hvort draumurinn verður að veruleika á réttum tíma. Töfrakonur áskilja sér rétt til að velja sögur og hvetja ykkur til að senda sem mest og nota hugmyndaflugið. Við vitum að víða leynast perlur sem ekki meiga glatast, segir í tilkynningu Töfrakvenna.
Þeir sem vilja taka þátt er bent á að senda á eitt af eftirtöldum netföngum:
- Birgitta: langamyri@emax.is
- Jóhanna: brandsstadir@emax.is
- Þuríður: tury.moa@simnet.is
- Vanti frekari upplýsingar er hægt að skrifa á þessi netföng eða hringja í síma:
- 4527119 hjá Birgittu,
- 4527140 hjá Jóhönnu og
- 5535218 hjá Þuríði.
- Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Töfrakonur vilja einnig minna á kiljur sínar sem eru til sölu í öllum Eymundssonbúðunum, KS á Sauðárkróki og Varmahlíð, Kaupfélaginu á Hvammstanga, Víðigerði, Húnaveri, Spákonuarfinum á Skagaströnd, Blómabúðinni á Blönduósi og hjá Töfrakonum sjálfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.