Tombóla til styrktar Barnaspítala Hringsins í Skaffó

Ásthildur Una og Syrine Pálína með glæsilega tombólu. Mynd: SMH
Ásthildur Una og Syrine Pálína með glæsilega tombólu. Mynd: SMH

Blaðamaður Feykis datt nú heldur betur í lukkupottinn þegar hann þurfti að hverfa frá vinnu til þess að kaupa frumbók fyrir móður sína. Leiðin lá í Skagfirðingabúð þar hann rakst á tombólu og stóðst ekki mátið. Dreginn var miði númer fimm sem vísaði á forláta kaffikvörn sem undirritaður var heldur betur ánægður með.

Stúlkurnar sem standa á bakvið tombóluna heita Ásthildur Una og Syrine Pálína.
„Við erum að safna fyrir Barnaspítala Hringsins“, sagði Syrine.

Þær ætluðu að vera með tombóluna heima hjá sér en fengu síðan hugmynd um að halda hana í andyrinu í Skagfirðingabúð sem úr varð.

Þær genguu í hús á Króknum og óskuðu eftir hlutum sem þær eru síðan að selja í dag og kostar miðinn litlar 250 krónur. Blaðamaður Feykis mælir að minnsta kosti með því að koma við hjá þeim stöllum, gera góð kaup og styrkja í leiðinni gott málefni.

/SMH

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir