Tombólukrakkar komu færandi hendi

Í gær komu vinkonurnar Birgitta Björt Pétursdóttir, Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir, Berglind Björg Sigurðardóttir og Karen Lind Skúladóttir í höfuðstöðvar Nýprents og afhentu Þuríði Hörpu afrakstur tombóluhalds þeirra, alls kr. 19217 en þær héldu nokkrar slíkar fyrir utan Hlíðarkaup í haust.

Stelpurnar sögðu að gengið hafi vel að safna hlutum á tombóluna þegar þær gengu í hús og aðspurðar sögðu þær að margir fallegir hlutir hefðu safnast en flottasti hluturinn hefði verið  hvít englastytta.

Þuríður tók vel á móti stelpunum og færði þeim kærar þakkir fyrir þeirra frábæra framlag sem mun koma sér vel í hennar baráttu fyrir betri lífsgæðum en eins og kunnugt er hefur hún farið til Indlands í þeim erindagjörðum. Næsta ferð Þuríðar til Indlands er áætluð um miðjan janúar á næsta ári og verður hún þar í mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir