Tónleikar í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá
Þrátt fyrir leiðindaveður á Blönduósi í gær var nær full út úr dyrum í Blönduóskirkju á tónleikum sem haldnir voru í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá. Tvær lúðrasveitir komu fram, önnur húnvetnsk og hin af Seltjarnarnesi.
Selkórinn söng, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps tók nokkur lög og stórsveit af Seltjarnarnesi spilaði í lokin. Dagskráin var fjölbreytt, skemmtileg og áhorfendur skemmtu sér vel. Ágóði skemmtunarinnar rennur í orgelsjóð Blönduósskirkju.
/Húni.is
Hægt er að sjá myndir á Húna.is HÉR

