Tónleikar með Bubba Morthens á Mælifelli

Bubbi Morthens fer mikinn á Norðurlandi í lok nóvember og hyggst kappinn verða með tónleika á Mælifelli fimmtudagskvöldið 20. nóvember. Á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni og mega áheyrendur eiga von á klassískum Bubbatónleikum.

Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og húsið opnar kl 20:00. Miðasala verður á midi.is og við innganginn og er miðaverð 2.000 kr.

Fleiri fréttir